Auglýsing

Göngugarpar fara í sýndarferð á Everest: „Vá, maður hverfur alveg inn í þennan heim“

Nú er tæknin orðin þannig að maður þarf ekki einu sinni að skipta um skó til að komast á hæsta fjall heims. Við sendum Hugrúnu Halldórsdóttur, Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Harald Örn Ólafsson á Everest með hjálp sýndarveruleikatækninnar en þau eru öll vanir göngugarpar. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Hugrún stýrir þættinum Óbyggðirnar kalla á Stöð 2 um þessar mundir og þjóðin hefur fylgst með afrekum Haraldar og Vilborgar. Þau hafa bæði farið á suðurpólinn ásamt því að Haraldur hefur farið á topp Everest en Vilborg hefur gert tvær tilraunir og í bæði skiptin þurft frá að hverfa eftir að náttúruhamfarir riðu þar yfir.

Tölvulistinn bauð okkur í þessa ferð með göngugörpunum og það er fyrirtækið Sólfar sem á heiðurinn á því að koma fólki á Everest með hjálp sýndarveruleika.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing