Auglýsing

Conor McGregor segist ætla að berjast á UFC 200, staðfestingin lætur bíða eftir sér

Bardagakappinn Conor McGregor birti tíst á Twitter í morgun þar sem hann tilkynnti að hann myndi berjast á bardagakvöldinu UFC 200 í sumar. Dana White, forseti UFC, hefur ekki staðfest yfirlýsinguna.

Heimur blandaðra bardagalista fór á hliðina á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Conor birti þetta tíst á Twitter þar sem hann segist vera sestur í helgan stein.

Hann sendi svo frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem hann sagðist ekki vera hættur að berjast. Þá sagðist hann vera tilbúinn að mæta Nate Diaz á bardagakvöldinu UFC 200 í sumar með einu skilyrði: Að hann fái til að undirbúa sig og þurfi ekki að eyða ómældum tíma í að kynna bardagann.

Sjá einnig: UFC vildi flytja Mjölni til Las Vegas fyrir Conor McGregor

Í kjölfarið veltu menn fyrir sér hvað bjó að baki og í fréttaskýringu Nútímans um málið var ein af tilgátunum sú að Conor sé búinn að fá nóg af tímafrekum kröfum UFC varðandi fjölmiðla og kynningar á bardögum sínum. Miðað við yfirlýsingu Conors er sú tilgáta rétt.

„Ég er bara að reyna að vinna vinnuna mína og berjast,“ segir Conor í yfirlýsingunni. „Ég fæ greitt fyrir að berjast. Ég fæ ekki enn greitt fyrir kynningarstörf.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing