Félag í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, átti félag skráð á Bresku Jómfrúareyjunum frá árinu 1999 til ársins 2005. Félagið heitir Lasca Finance Limited og er að finna í gögnum frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Þetta kemur fram á Kjarnanum.
Ólafur Ragnar var spurður í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN á föstudag hvort hann ætti einhverja aflandsreikninga: „Átt þú einhverja aflandsreikninga? Á eiginkona þín einhverja aflandsreikninga? Á eitthvað eftir að koma í ljós varðandi þig og fjölskyldu þína?”
Ólafur svaraði um hæl: „Nei, nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig.”
Og nú er plötusnúðurinn Terrordisco búinn að gera lag úr svari Ólafs. Lagið gæti hæglega verið kosningalag Ólafs í baráttunni sem er framundan en frægur smellur frá 2 Unlimited er notaður undir. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.