Auglýsing

27 sagt upp hjá QuizUp, leggja meiri áherslu á störf Plain Vanilla í Los Angeles

Uppfært: Í tilkynningu frá Plain Vanilla kemur fram að 27 hafi verið sagt upp, ekki 25 eins og kom fram í fyrstu fréttum af málinu.

25 27 hefur verið sagt upp störfum hjá tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla sem þróar og rekur spurningaleikinn QuizUp. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV og segir að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætli að leggja meiri áherslu á starf félagsins í Los Angeles. Þar er verið er að þróa sjónvarpsþátt upp úr leiknum í samstarfi við NBC.

Plain Vanilla hyggst nú reyna að auka tekjur og minnka kostnað en fyrirtækið sagði einnig upp 14 starfsmönnum í janúar.

Þetta er ekki skemmtilegt en fyrirtæki eins og Plain Vanilla verða að geta brugðist hratt við breyttum aðstæðum.

Í september í fyrra var tilkynnt að QuizUp yrði sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum. NBC hyggst framleiða tíu þátta sjónvarpsseríu byggða á QuizUp en þátttakendur í upptökuveri NBC etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum fá allt að eina milljón dali.

Sjá einnig: QuizUp verður sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum, hægt að vinna milljón dali

Þættirnir munu heita QuizUp. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp, sagði að sjónvarpsþátturinn væri frábært næsta skref hjá fyrirtækinu. „Og við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ sagði hann á sínum tíma

„QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því.“

NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp.NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America’s Got Talent, The Biggest Loser, Saturday Night Live, Tonight Show með Jimmy Fallon og The Voice.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing