Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á bardagakvöldi UFC í Rotterdam í Hollandi á sunnudag. Gunnar var í spjalli hjá Ariel Helwani í gær en hann er einnig þekktasti bardagaíþróttafréttamaðurinn í Bandaríkjunum.
Sjá einnig: Gunnar Nelson fékk krúttlegasta bréf allra tíma frá bandarískum aðdáanda
Helwani stóðst ekki mátið og byrjaði á því að spyrja Gunnar út í tréð sem hann lét fella á dögunum. Á Vísi í apríl kom fram að málið hafi verið kært til lögreglu.
Í viðtalinu í gær sagðist Gunnar taka ábyrgð á trénu. „Ég verð að taka ábyrgð á trénu — ég felldi það reyndar ekki sjálfur. Ég lét fella það,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.
Gunnar útskýrði svo að rætur trésins hafi eyðilagt lagnir og skemmt garða.
Þetta voru þrjú tré — öll af sömu tegund. Tvö þeirra voru í mínum garði og eitt svo rétt innan lóðarmarka hans. Ég hringdi í hann fyrir fjórum mánuðum og það var minn skilningur að það væri í lagi að fella tréð ef ég myndi borga fyrir það.
Hann lét því fellda tréð. „Og hann fór í blöðin. Ég held að hann ætli að kæra. Ég veit það ekki, þetta er skrýtið.“
Hlustaðu á viðtalið við Gunnar hér fyrir neðan.