Auglýsing

Íslenskur karlmaður eignast barn: „Mig hefur langað til að eignast börn frá því ég man eftir mér“

Hinn 19 ára gamli Henrý Steinn eignaðist dóttur á dögunum.  Fæðingin tók 26 klukkustundir og á endanum þurfti að framkvæma keisaraskurð. Henrý var tiltölulega nýbyrjaður í kynleiðréttingarferlinu þegar í ljós kom að hann var óléttur. Þetta kemur fram á vefnum Gay Iceland.

Henrý eignaðist barnið með Þóri Leó Péturssyni, kærastanum sínum, 13. apríl síðastliðinn. Hann segist í viðtali á Gay Iceland vera í skýjunum og að óléttan hafi verið óvæntur glaðningur.

Ég er úr stórri fjölskyldu þar sem eru mörg börn, þetta er tíunda barnabarn mömmu og mig hefur langað til að eignast börn frá því ég man eftir mér.

Henrý kom út úr skápnum sem transmaður fyrir um tveimur árum. Dóttir hans og Þóris verður skírð á Hvítasunnudag. Á Gay Iceland kemur fram að óléttan hafi ekki verið á stefnuskránni hjá Henrý sem var að einbeita sér að kynleiðréttingarferlinu.

„Það var nokkuð sjokk þegar mig fór að gruna þetta en fljótlega fór ég að átta mig á því hve gott tækifæri þetta væri fyrir mig að eignast barn,“ segir hann á Gay Iceland. Hann segir að vel hafi verið hugsað um sig og að ljósmóðirin hafi verið sérstaklega skilnings- og stuðningsrík.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing