Auglýsing

Guðni Th. eyðir óvissunni

Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði, lýsti formlega yfir framboði sínu til embættis forseta Íslands í Salnum í Kópavogi í dag. Hann boðaði til fundarins á sunnudag. „Forseti á að vera í nánum tengslum við alla landsmenn og ekki í liði með einum eða neinum,“ sagði Guðni á fundinum.

Guðni segir í samtali við mbl.is að sýn á embættið sé að for­seti eigi ekki að berj­ast fyr­ir ákveðnum málstað. „Mín sýn er að for­seti standi utan fylk­inga í átaka­mál­um sam­tím­ans,“ segir hann.

Fólkið í land­inu á að finna að for­set­inn sé ekki í einni fylk­ingu frek­ar en ann­arri, en að hann verði fast­ur fyr­ir þegar á þarf að halda og leiði mál til lykta þegar þau kom­ast í öngstræti. For­set­inn er fyrst og fremst mál­svari allra Íslend­inga.

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú.

45 prósent myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings.

Kosn­ing­arn­ar fara fram þann 25. júní og for­setafram­bjóðend­ur þurfa að til­kynna um fram­boð fimm vik­um áður, eða 21. maí næstkomandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing