Auglýsing

Skelfilega margir í símanum undir stýri, sjáðu nýtt myndband úr umferðinni í Reykjavík

Það vakti mikla athygli í mars þegar Nútíminn fór út og njósnaði um ökumenn og birti svo myndband sem sýndi fólk í símanum undir stýri. Mánuði síðar fórum við aftur út að njósna og það var sama sagan: Fjöldi fólks horfði frekar á símann en veginn. Sjáðu nýja myndbandið hér fyrir ofan.

Engin íslensk tölfræði er til yfir hlutfall slysa sem verða vegna farsímanotkunar undir stýri en samkvæmt nýlegum breskum rannsóknum (National Safety Council) verður fjórða hvert umferðarslys vegna farsímanotkunar. Þetta kom fram í Fréttatímanum.

Þetta er þróun sem ógnar öryggi fólks. Við, ásamt Samgöngustofu, TM, VÍS og Sjóvá viljum því skora á þig að hætta að nota símann undir stýri. Við hvetjum þig til að birta áskorun á samfélagsmiðlum, nota kassamerkið #égætlaaðhætta og skora á að minnsta kosti þrjá vinir og vinkonur til að gera slíkt hið sama.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing