„Þessi keppni er bara eins og hún er. Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði Greta Salóme í viðtali við Evu Ruza Miljevic á Youtube-síðu Vodafone eftir vonbrigðin í Svíþjóð í kvöld. Sjáðu viðtalið hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Hér eru átta bestu Eurovision-tíst kvöldsins: „Er þetta svona Ali Express-Beyoncé?“
Ísland komst ekki áfram en Greta er engu að síður ánægð með frammistöðuna. „Við fengum frábær viðbrögð úr salnum og það var mikið púað þegar við komumst ekki áfram,“ segir hún.
Við erum ennþá jafn stolt af atriðinu og af laginu — og boðskapnum að sjálfsögðu. Ég hef aldrei séð Twitter jafn jákvætt á Íslandi!
Greta segir að það hafi verið mikil gremja á meðal blaðamanna í Svíþjóð sem fjalla um keppnina þegar það kom í ljós að Ísland fór ekki áfram. „Breski þulurinn var orðlaus. Það eru bara bestu meðmæli sem við getum fengið.“
Sjáðu viðtal Evu við Gretu hér fyrir neðan.