Auglýsing

Hvað erum við að gera vitlaust í Eurovision?

Eurovision í ár var frábær skemmtun. Þau kunna þetta í Svíþjóð og það var allt til fyrirmyndar: Kynnarnir voru fyndnir og skemmtilegir, umgjörðin glæsileg og sviðið sjálft algjörlega geggjað.

Ísland komst því miður ekki áfram í úrslitin sem fóru fram í gær og það má endalaust velta vöngum yfir hvað klikkaði. Sumir segja að lagið hafi verið of hratt, að það hafi sýnt sig að hröð lög eigi erfiðara með að komast áfram. Sjálfum fannst mér annað meira áberandi.

Þegar horft var á atriðin í gær var augljóst hversu mikið var lagt í að nýta tæknina sem sviðið bauð upp á. Mér fannst áberandi hvernig allar þjóðirnar nýttu sviðið betur en við — bókstaflega öll atriðin áttu sameiginlegt að vera flottari, þó lögin hafi ekkert endilega verið betri.

Nú veit ég ekki hver sér um þetta fyrir íslenska hópinn. Eftir sigurinn í undankeppninni hér heima talaði Greta um að hafa sjálf unnið dag og nótt við að klára útfærsluna á atriðinu ásamt öðrum. Þá sagðist hún ekki eiga von á neinum stórkostlegum breytingum í Svíþjóð. Það er spurning hvort það sé hluti af vandamálinu. Að við séum að sjálf að sjá um eitthvað sem aðrir gætu gert betur.

Að nýta það sem sviðið býður upp á virðist allavega vera nauðsynlegt til að grípa augu og eyru Evrópu. Við erum ekki búin að fara áfram tvö ár í röð og bæði árin hafa siguratriðin, og flest atriðin í úrslitum, einmitt nýtt sviðið áberandi vel.

Við erum kannski bara að klikka á því. Er ekki hægt að kaupa þessa þjónustu frá útlöndum?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing