Eins og venjulega þá var allt að gerast á Twitter yfir Eurovision. Myllumerkið #12stig heldur utan umræðuna sem virðist vera að slá öll met, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki verið með í úrslitunum.
Hér eru nokkur tíst sem vöktu meiri athygli en önnur. Sum gerðu allt vitlaust.
Við bíðum spennt eftir mótleik Unnsteins
Skora á @unistefson að púlla Måns þegar hann kynnir stiginn á eftir!! #12stig pic.twitter.com/u7Ysvp1TOz
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) May 14, 2016
Bragi var í stuði
Það besta sem Ástralía hefur gefið okkur síðan 1. serían af Nágrönnum kom. #12stig #teamÁstralía
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 14, 2016
Svo miklu stuði að við birtum tvö frá honum
Bretland samdi við djöfulinn á sínum tíma: Þið fáið Bítlana og Bowie. En þið verðið þá að eilífu að tapa í Eurovision. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 14, 2016
Sænski sjarmörinn heillaði stelpurnar
hi frans, i'm moving to denmark right next to sweden so if you want to be my boyfriend just holla, you know where to find me #12stig #swe
— hrafnkatla (@hrafnkatlau) May 14, 2016
Og Gísli Marteinn reitti af sér brandarana
Vil ráða @gislimarteinn sem kynni í líf mitt #12stig
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 14, 2016
Pistlahöfundurinn var ekki langt undan
Milljón dollara hugmynd: Eurovision fyrir umdeild landsvæði: Krímskagi, Kasmír, Baskaland, Grafarvogur. #12stig
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 14, 2016
Um miðbik keppninnar hvarf Gísli og Berglind, samstarfskona hans í Vikunni á RÚV, virtist vera með útskýringuna
Ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu ekki segja neitt hugsaði @gislimarteinn áður en Austurríska lagið byrjaði. #12stig
— Berglind Festival (@ergblind) May 14, 2016
Hann sneri svo aftur — sambandið hafði bara rofnað
Hef aldrei saknað Gísla svona mikið. #12stig
— Pétur Rúnar Guðnason (@perunar) May 14, 2016
Áfram hélt grínið
Tèkkneska söngkonan er með mesta svona „ég vinn í húsgagnaverslun á Selfossi“ væb sem ég hef kynnst. #12stig pic.twitter.com/oDtyU9rUd1
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 14, 2016
Krullubrandari frá borgarstjóranum. Klassík
Ok ungi Svíi- það er ekki einfaldlega ófyrirgefanlegt að slétta úr krullunum (sem mér skilst þú sért með) #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 14, 2016
Er einhver til í að athuga fylgjast með Berglindi þegar stigagjöfin hefst
Dró Rússland í Eurovision drykkjuleik kvöldsins. Pray for me. #12stig
— Berglind Festival (@ergblind) May 14, 2016
En þetta var best!
Þegar maður pantar föt á netinu og þau passa bara alls ekki #12stig pic.twitter.com/tF0gC4dluL
— María Björk (@baragrin) May 14, 2016