Cristiano Ronaldo var mjög fúll eftir jafnteflið við Ísland í Saint-Étienne í gærkvöldi og gerði lítið úr strákunum okkar í viðtali eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið EM eða eitthvað, það er hugarfar smælingjans,“ sagði hann. „Þess vegna munu þeir ekki vinna neitt.“
Ummælin hafa vakið heimsathygli og gert úrslit leiksins í gær ennþá skemmtilegri.
Það var stórskemmtilegt að fylgjast með baráttu Arons Einars, fyrirliða íslenska liðsins, og Ronaldo í leiknum. Myndbandið hér fyrir ofan sýnir hvernig við sáum fyrir okkur samskipti þeirra. Í góðu gríni auðvitað.
Áfram Ísland!