Þjóðin er byrjuð að ofanda fyrir leik dagsins gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Jafntefli í leiknum dugir til að koma strákunum okkar í 16 liða úrslit en ljóst er að þeir þurfa að gefa sig alla í leikinn til að ná góðum úrslitum.
Eiður Smári Guðjohnsen birti þetta tíst hér fyrir neðan á Twitter í dag. Það segir allt sem segja þarf. Hann hefur tekið þátt í mörgum stórum leikjum en leikurinn í dag er sá stærsti.
Áfram Ísland!
I've taken part in some big games in my career. None of them compare with today. This is our moment??#EURO2016 #ISL pic.twitter.com/lBfWiDt8lJ
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) June 22, 2016