Auglýsing

Ævintýrið heldur áfram! Ísland vann England og mætir Frakklandi í átta liða úrslitum

„Ævintýrið heldur áfram!“ hrópaði Guðmundur Benediktsson í lok leiks Íslands og Englands á EM í Frakklandi.

Ísland vann England 2-1 í 16 liða úrslitum í Nice rétt í þessu. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu en Ragnar Sigurðsson fylgdi eftir með góðu marki skömmu síðar.

Kolbeinn Sigþórsson bætti svo við marki og fleiri urðu þau ekki. Ísland spilaði sinn besta leik á mótinu, var sterkari aðilinn á löngum köflum og uppskar glæsilegan sigur.

Hér má sjá mark Ragnars

Og svo mark Kolbeins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing