Auglýsing

Emmsjé Gauti selur snekkjuferð

Rapparinn Emmsjé Gauti sendir á næstunni frá sér plötuna Vagg & velta. Geisladiskurinn er væntanlegur í lok næstu viku en Gauti hóf á dögunum söfnun á Karolina Fund til að fjármagna framleiðslu á tvöföldum vínil.

Eins og gengur og gerist er ýmislegt í boði fyrir þau sem leggja til fé. Hægt er að leggja til 497 þúsund krónur og fá þá einkapartí um borð í snekkju í tvær klukkustundir þar sem Gauti grípur í hljóðnemann.

Spurður af hverju snekkja varð fyrir valinu segir Gauti að þyrla hafi fyrst verið á óskalistanum en að það hafi verið of mikið vesen að troða hljóðkerfi inn í hana.

„Ímyndaðu þér að vera aðeins fyrir utan Reykjavík að skála í rauðu eða hvítu og hlusta á rappmúsík. Það gerist ekki betra,“ segir Gauti í samtali við Nútímann.

Allt að 24 geta mætt í snekkjupartíið þannig að kostnaðurinn á mann ætti ekki að vera óyfirstíganlegur fyrir snekkjuþyrsta. Smelltu hér til að skoða söfnun Gauta. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing