Gamli varnarjaxlinn Rio Ferdinand er einn af álitsgjöfum BBC á EM í fótbolta í þætti gömlu kempunnar Gary Lineker. Rio lét taka upp þegar þeir félagar horfðu á leik Íslands og Englands ásamt markahrókinum fyrrverandi Alan Shearer og Jermaine Jenas.
Það er gaman að sjá leikinn frá þessu sjónarhorni. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda bjuggust þeir ekki við að Ísland myndi vinna sína menn. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.