Spennuþættirnir Hraunið, sem sýndir voru á RÚV árið 2014, eru komnir á Netflix.
Þættirnir eru þó ekki í boði á Netflix á Íslandi en á vefsíðunni Netflixable kemur fram að sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Svíþjóð, Notegi, Finnlandi, Nýja-Sjálandi, Frakklandi, Bretlandi, Belgíu, Ástralíu og Írlandi með áskrift að Netflix geti horft á þættina.
Þættirnir kallast The Lava Field á Netflix og eftir því sem Nútíminn kemst næst eru þetta fyrstu íslensku þættirnir sem afþreyingarrisinn tekur til sýninga.
Spurður hvort það sé ekki kaldhæðnislegt að fyrstu íslensku þættirnir á Netflix séu ekki í boði á Íslandi segir Reynir Lyngdal, leikstjóri þáttanna, að það séu í gildi samningar um endursýningu á RÚV. „En vonandi fer þetta þangað þegar þeir renna út,“ segir hann.
En núna geta allir sem eru staddir í USA, UK, Skandinavíu, Evrópu, Ástralíu og víðar séð þættina. Það er gaman.
Þegar lokaþáttur Hraunsins var sýndur í september árið 2014 hafði sýningarrétturinn verið seldur til í Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Tékklands, Lettlands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Viðræður um framhald voru þá hafnar.
Um 46 prósent þjóðarinnar sá lokaþáttinn á RÚV. Þáttaröðin var framleidd af framleiðslufyrirtækinu Pegasus en meðframleiðendur voru RÚV og norska, sænska og finnska ríkissjónvarpið.