Auglýsing

Örskýring: Sigmundur Davíð snýr aftur og það þarf að útskýra

Um hvað snýst málið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að fara á fullt í stjórnmálaþáttöku á næstunni. Þetta segir hann í bréfi sem hann sendi félögum í Framsóknarflokknum.

Hvað er búið að gerast?

Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra 5. apríl síðastliðinn. Það gerði hann í kjölfarið á því að Panama-skjölin afhjúpuðu aflandsfélagið Wintris, sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans.

Hann hélt áfram sem formaður Framsóknarflokksins og hugðist halda áfram sem óbreyttur þingmaður. Hann fór svo í ótíma­bundið frí með fjölskyldu sinni. Þar ætlaði hann að fara yfir málin.

Í bréfi sínu segist Sigmundur njóta mik­ils stuðn­ings flokks­fé­laga sinna og fjölda ann­ars fólks sem ekki tekur þátt í stjórn­mála­starfi.

Þá segist hann hafa farið af vettvangi stjórnmálanna til að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára mikilvæg mál en þar sem staðreyndir málsins liggi nú fyrir hyggst hann snúa aftur.

Sigmundur segir Sjálfstæðisflokkinn áhugasaman um þingkosningar í haust „einhverra hluta vegna“ en að Framsóknarflokkurinn krefjist þess að ríkisstjórnin klári þau verkefni sem hún hafi lofað á kjörtímabilinu. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur einnig full­yrt opin­ber­lega að kosið verði í haust.

Hvað gerist næst?

Þingfundur hefjast á ný 15. ágúst.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing