Auglýsing

Skrifstofumaður skorar á CrossFit-meistara í „pegboard“-keppni, sjáðu myndbandið

Við fylgdumst með mögnuðum árangri Íslendinganna á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari eins og alþjóð veit en Ragnheiður Sara, Anní Mist, Þuríður Erla og Björgvin Karl stóðu sig einnig gríðarlega vel.

Í síðustu þrautinni á sunnudagkvöld þurftu keppendur að fara nokkrar ferðir upp og niður svokallað pegboard. Ritstjóri Nútímans tísti um löngun sína til að prófa pegboard og til að gera langa sögu stutta, þá fékk hann boð um að mæta í CrossFit Hafnarfirði daginn eftir.

Þar beið Jakob Magnússon, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2012. Atli Fannar skoraði á hann í ferð upp og niður brettið og var svo öruggur með sjálfan sig að hann prófaði ekki að klifra upp áður en keppnin hófst. Hann hefði kannski átt að endurhugsa þá ákvörðun.

Sjáðu þessa æsispennandi keppni í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing