Auglýsing

Munið þið eftir ísfötuáskoruninni? Hún er að valda straumhvörfum í rannsóknum á MND

Ísfötuáskorunin sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina sumarið 2014 er sögð hafa skilað raunverulegum árangri fyrir rannsóknir á MND sjúkdómnum illvíga.

Áskorunin fór þannig fram að fólk um allan heim birti myndbönd af sér á samfélagsmiðlum þar sem það lét hella, eða hellti sjálft, ísköldu vatni yfir sig úr fötu. Meira að segja Homer Simpson tók þátt.

Tilgangurinn var að safna fé fyrir MND samtökin en margir gagnrýndu áskorunina og sögðu að hún myndi aldrei skila neinu. En annað kom í ljós.

The Guardian greinir frá því að 100 milljónir dala, um 12 milljarðar íslenskra króna, hafi safnast á aðeins mánuði. Peningarnir hafa verið notaðir til að fjármagna sex rannsóknir á MND sjúkdómnum.

Vísindamenn sem stóðu að einni rannsókninni leituðu í genamengjum fjölskyldna frá ellefu löndum og fundu genið NEK1. Talið er að rannsóknin gæti leitt til þess að hægt væri að þróa meðferð gegn sjúkdómnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing