Íslenska dúkkan Lúlla er uppseld á ný en 30 þúsund eintök hafa selst á tveimur vikum. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir á Facebook-síðu sinni að salan hafi farið fram úr björtustu vonum hennar en fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um dúkkuna.
Fréttavefurinn Huffington Post greinir frá því að spenntir foreldrar væru að bjóða allt að 350 dali, eða um 43 þúsund krónur, í dúkkuna á Ebay en verðið á dúkkunni er rúmar sex þúsund krónur.
En hvað er það sem gerir Lúllu svona eftirsóknarverða?
Hún er dúnmjúk og spilar upptöku á hljóðum í andardrætti og hjartslætti sem eiga að hjálpa börnum að sofa. Í viðtali á vef Huffington Post segir Eyrún að hönnun dúkkunnar sé byggð á rannsóknum á nánd og áhrifum hjartsláttur og andardráttar ásamt áhrifum lyktar, sjónar og snertingar á lítil börn.
Við studdumst einnig við ráð frá læknum, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingum við þróun dúkkunnar.
Hægt er að leggja inn pöntun á dúkkunni hér.