Auglýsing

Svikahrappur notar mynd af Nönnu til að komast í samband við fólk: „Vil bara losna við þetta“

Færst hefur í aukana að svikahrappar á internetinu noti nöfn og myndir fólks til að komast í samband við fólk á Facebook. Stutt er síðan svikahrapparnir byrjuðu að nota íslensk nöfn til að reyna að komast í samband við Íslendinga.

Nanna Hermannsdóttir fékk ábendingu á dögunum um að Facebook-notandi að nafni Ýr Helgadóttir væri að nota myndina hennar.

Sjá einnig: Hrúgast inn vinabeiðnir frá fólki í útlöndum sem virðist ekki vera til? Þetta leysir vandann

Vinur Nönnu fékk vinabeiðni frá Ýri og sá hann strax að hún eða hann notaði mynd af vinkonu sinni. Hann lét Nönnu vita sem varð ansi hissa. „Fyrst fannst mér þetta bara fyndið en núna er þetta orðið creepy því það er ekki hægt að losna við þetta,“ segir Nanna í samtali við Nútímann.

Nanna segist hafa tilkynnt síðuna en fékk þá meldingu til baka frá Facebook að þetta væri ekki brot á reglum þeirra. Þegar hún tilkynnti síðuna í annað sinn ætlaði Facebook að senda svikahrappinum skilaboð og spyrja út í málið. Sjálf deildi Nanna síðunni og bað vini sína að tilkynna hana til að hjápa sér.

Aðspurð hversu síðan er búin að vera uppi segist Nanna ekki vera viss. Á síðunni er ein mynd, auk myndarinnar af Nönnu og er hún af karlmanni. Myndin af manninum er sett inn á síðuna árið 2010 og Nanna hefur ekki hugmynd um það hver maðurinn er.

„Ég skil ekki hver tilgangurinn með þessu er. Ég vil bara losna við þetta,“ segir Nanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing