Nokkur erill hefur verið í Vestmannaeyjum í nótt sérstaklega í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.
RÚV greinir frá því að ágreiningur milli manna hefur verið mest áberandi síðustu klukkustundirnar. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar en hvorug þeirra ku hafa verið alvarleg.
Fjórir gista fangageymslur vegna ölvunar og nokkur fíkniefnamál komu upp, öll vegna neysluskammta. Engar upplýsingar fást um hvort tilkynnt hafi verið um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í nótt.
Rólegt var á Akureyri og í Neskaupstað en á Ísafirði var smá hiti í mönnum, samkvæmt lögreglu. Einn fékk að gista fangklefa vegna slagsmála en engin kæra hefur verið lögð fram vegna líkamsárásar.