Auglýsing

Fullir flippkisar trölluðu lögreglu og björgunarsveit, tugir leituðu manna sem þurftu ekki hjálp

Lögreglunni á Dalvík bárust upplýsingar í gærkvöldi frá vegfarenda sem sagðist hafa orðið vitni að því að tveimur mönnum var kastað út úr bíl á brúnni yfir Svarfaðardalsá, sunnan Dalvíkur. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Lögreglan, Landhelgisgæslan og á fimmta tug björgunarsveitarmanna hófu leit að mönnunum en björgunarsveitir þræddu árbakkana og leituðu á léttabátum á ánni.

Síðar kom í ljós að mennirnir höfðu gert sér að leik að fara í ánna. Í færslu lögreglunnar kemur fram að þeir hafi sjálfir komið sér á þurrt og verið ekið í hús. „Þetta var grátt gaman enda máttu mennirnir segja sér að þetta athæfi kallaði á viðbrögð þeirra sem á horfðu,“ segir í færslunni.

Þarna er ljóst að Bakkus hefur enn og aftur fipað dómgreind manna. Björgunaraðilum eru þökkuð rösk og fagleg vinnubrögð, nú sem endranær.

Lögreglan hefur haft upp á mönnunum tveimur og þakkar áhrifamætti Facebook fyrir það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing