Auglýsing

Sérstakar hjólabuxur þjálfa grindarbotnsvöðvana til að gefa karlmönnum betri standpínu

VylyV-buxurnar líta út eins og venjulegar hjólabuxur en eru í raun háþróað tól til að þjálfa grindarbotnsvöðvana. Unnið er að því að hópfjármagna buxurnar á vef Indiegogo.

Buxurnar eru gerðar úr sérstöku efni sem nemur og fylgist með hreyfingum vöðva í hinu svokallaða grindarholi. Þær nota svo sérstakt app til að stýra æfingum sem eiga meðal annars að hjálpa karlmönnum að fá betri standpínu.

Þráðlaus nemi sendir upplýsingar úr buxunum í appið sem svo á að hvetja karlmenn til að þjálfa grindarbotnsvöðvana. Grindarbotnsvöðvar halda grindarholslíffærunum, til dæmis blöðru og ristli á sínum stað. Þeir hjálpa til við stjórnun þvagláts, staða líkamans verður betri og kynlíf verður ánægjulegra hjá þeim sem hafa vel þjálfaðan grindarbotn.

Hægt er að stunda æfingarnar heima hjá sér og þannig forðast að gera æfingar í ræktinni sem kunna að vera vandræðalegar. Markmiðið er að fá karlmenn til að gera grindarbotnsæfingar daglega og appið minnir þá á að æfa með því að láta símann titra.

Í kynningarmyndbandi frá fyrirtækinu á bakvið buxurnar kemur fram að kyrrsetulífsstíll nútímans ásamt vinsælum íþróttum á borð við hjólreiðar hægi á blóðflæðinu sem getur með tímanum gert erfiðara fyrir karla að fá standpínu. Æfingarnar í appinu eiga því að styrkja grindarbotnsvöðvana og auka blóðflæði.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing