Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson vinna því að setja upp sýninguna Icelandic Lava Show í Reykjavík þar sem hraun verður brætt og látið renna inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. Hugmyndin var ein af tíu hugmyndum sem valdar voru til þátttöku í Startup Reykjavík í sumar.
Ragnhildur og Júlíus lýsa hugmyndinni í fyrsta þætti af fjórum þar sem Nútíminn fær að fylgjast með hugmyndinni verða að veruleika í Startup Reykjavík.
Horfðu á þáttinn hér fyrir ofan.
Í fyrsta þætti fáum við að kynnast Ragnhildi og Júlíusi og auðvitað hugmyndinni þeirra, sem er í stærri kantinum. Á sýningunni verður hægt að sjá með eigin augum rauðglóandi hraun, finna hitann og lyktina ásamt því að heyra snarkið.
Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Arion banka sem er eigandi tveggja viðskiptahraðla á Íslandi, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Arion banki hefur fjárfest í yfir 70 íslenskum sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana tvo.
Hugmyndirnar í Startup Reykjavík eru afar fjölbreyttar — allt frá byltingarkenndum aðferðum við nýtingu á stofnfrumum til tölvuleikja og súkkulaðiframleiðslu. Kynntu þér málið á vef keppninnar.
Horfðu á fyrsta þáttinn hér fyrir ofan — við höldum svo áfram að fylgjast með á næstu vikum þangað til keppninni lýkur.