Nói Síríus hyggst halda áfram að framleiða piparhúðað Nóa kropp. Þjóðin gekk til kosninga um örlög sælgætisins og samkvæmt talningu fyrirtækisins voru 99,6% atkvæða jákvæð gagnvart áframhaldandi framleiðslu. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Þjóðin kýs um framtíð piparhúðaða Nóa kroppsins
6.300 atkvæði bárust í kosningunni um örlög piparhúðaða Nóa kroppsins á Facebook-síðu fyrirtækisins. Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus, segir í samtali við mbl.is að þátttakan í kosninginnu hafi henni sér á óvart. „Við erum í skýjunum með þessa miklu þátttöku og ánægð með okkar neytendur,“ segir hún.
Það er frábært að fólk sé að taka þátt og sýna að því er ekki sama.
Upphaflega átti aðeins að framleiða sælgætið í sumar en vinsældirnar eru miklar og því fékk þjóðin tækifæri til að hafa áhrif á hvort framleiðslan myndi halda áfram.