Ísland leikur við Úkraínu í Kænugarði í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Stemningin er ekki beint eins og aðdáendur landsliðsins eiga að venjast því á köflum mætti heyra saumnál detta.
Örskýring: Ha? Af hverju verða engir áhorfendur á leik Úkraínu og Íslands í kvöld?
Engir áhorfendur eru á leikvanginum og Twitter-notendur hafa að sjálfsögðu eitthvað um það að segja.
Hvað hafið þið á móti Fram?
Þetta er svolítið eins og að horfa á Fram spila heimaleik í Laugardal. Nema þeir myndi segja það væru 800 á vellinum. #fotboltinet #ukrisl
— Rögnvaldur Már (@roggim) September 5, 2016
Ég hélt með fram í eitt sumar, allir þessir áhorfendabrandarar ykkar eru sannir #ukrisl
— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 5, 2016
Björn Steinbekk fékk að vera með
Spurning hvort Björn Steinbekk hafi verið að sjá um miðasölu á leik Úkraínu – Íslands #fotboltinet #UKRICE
— Guðmundur Jónsson (@Gummon85) September 5, 2016
Akkúrat!
Að horfa á fótboltaleik án áhorfenda er eins og að horfa á bíómynd á silent. #fotbolti
— Steindi jR (@SteindiJR) September 5, 2016
Það er svo mikil þögn að faktískt hvílir lagaskylda á RÚV að þýða spjall boltastráka í leiknum #UKRICE #fotboltinet
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) September 5, 2016
Ég skil boltann betur með því að heyra í leikmönnum og þjálfarateyminu.
— Jóhannes Kr. Kristjá (@JohannesKrKrist) September 5, 2016
Soldið gaman að heyra þá spjalla eins og þeir væru að spila æfingaleik útá Álftanesvelli #UKRISL
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) September 5, 2016
Reynslan að spila fyrir tómu húsi hér heima vegur greinilega þungt í kvöld. #UKRISL
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) September 5, 2016
Er ekki hægt að spila upptöku af klappi og fögnuði, eins og er gert hjá sjónvarpsþáttum til þess að það sé ekki vandræðaleg þögn #UKRISL
— Helga María (@HelgaMaria7) September 5, 2016
Það er ekki svo langt síðan að þetta hefði þótt fínasta mæting á landsleik í Laugardalnum.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) September 5, 2016
Þetta er ekki dagurinn til að prumpa mikið ef þú ert línuvörður #fotboltinet #úkrísl
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) September 5, 2016
Eftir 25 mínútur á vellinum talar Alfreð Finnbogason nú reiprennandi úkraínsku líka. #tungumálavaktin
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) September 5, 2016
Þessi hlaut að koma
Jákvætt við áhorfendalausann leik?
Ekkert ?? BÚMM BÚMM HÚH ??
??? #UKRISL
— gudny thorarensen (@gudnylt) September 5, 2016