Auglýsing

Segir umræðu um óléttu Hörpu Þorsteins á lágu plani, raðar inn mörkum komin 13 vikur á leið

„Ég spyr mig, heldur fólk yfir höfuð almennt að Harpa Þorsteins sé að reyna að svindla á mótherjum eða stofna barni sínu í hættu með því að spila knattspyrnu á þessu stigi,“ spyr Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Athygli vekur að Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár, tekur enn þátt í leikjum liðsins gengin 13 vikur með barn sitt. Hún spilaði síðast í leik liðsins við ÍA í fyrradag og skoraði hún tvö af þremur mörkum Stjörnunnar.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að honum fyndist Harpa setja aðra leikmenn í óeðlilega stöðu með þessu.

Breiðablik og Stjarnan mætast á laugardaginn í leik þar sem að öllum líkindum verður leikið um Íslandsmeistaratitilinn. „Þau verða að eiga það algjörlega við sjálfa sig hvort ófrísk kona spili fótboltaleik og setji aðra leikmenn í óeðlilega stöðu finnst mér,“ sagði Þorsteinn á Vísi.

Þau verða að eiga það við sjálfa sig og við spáum ekkert í það. Við förum bara í þennan leik til að vinna hann.

Ásgerður, liðsfélagi Hörpu, kemur henni til varnar í færslunni. Þar segist hún vera viss um að þetta sé ekki einsdæmi í íþróttaheiminum. „Ég ber ómælda virðingu fyrir þessum stelpum, mín persónulega skoðun er að þær eru hetjur,“ segir hún.

Hún segist ekki skilja af hverju fólk hafi komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og efast um dómgreind Hörpu og lækna hennar. „Að spila leik í Pepsi-deild kvenna er ekki þess virði að fórna lífi sínu fyrir eða manns eigins barns. Þessi umræða finnst mér á lágu plani.“ segir einnig í færslu Ásgerðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing