Jón Gnarr leikstýrir Skaupinu í ár. Þetta kom fram þættinum Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni í kvöld.
Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson, Helga Braga Jónsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru meðal þeirra sem skrifa Skaupið.
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi býður RÚV til afmælisveislu í nýjum skemmtiþætti í beinni útsendingu. Í þættinum var fjallað um grín- og spjallþætti í gegnum árin og helstu grínista landsins teknir tali.