„Heimurinn þarf ekki að sjá mig grátandi… En heimurinn þarf að vita hversu stolt ég er af þér,“ skrifar gullverðlaunahafinn Yip Pin Xiu með mynd sem hún deildi á Instagram í gær.
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 3.600 manns lækað við myndina en þar má sjá Xiu faðma Theresu Goh sem hlaut sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikunum á sunnudaginn. Konurnar, sem styðjast báðar við hjólastól, keppa í sundi fyrir Singapúr. BBC hefur meðal annars fjallað um myndina.
Goh er að taka þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum en þetta er í fyrsta skipti sem hún hlýtur verðlaun á leikunum. Hún var í þriðja sæti í 100 metra bringusundi og hlaut þar með önnur verðlaun Singapúr á leikunum.
„Enginn þekkir ferðalag okkar líkt og við sjálfar og ég er svo ótrúlega stolt af þér, “ sagði Xiu.
Þú ert nú verðlaunahafi á Ólympíuleikum fatlaðra eftir að hafa æft í 17 ár
Árangur kvennanna leitt til umræðu um hvort verðlaunahafar á Ólympíuleikum fatlaðra eigi ekki skilið að fá sömu laun og viðurkenningu og þeir sem koma heima með medalíu af Ólympíuleikunum.
Joseph Schooling, samlandi kvennanna, var fagnað gríðarlega eftir að hann kom heim af Ólympíuleikunum í síðasta mánuði. Hann sigraði Michael Phelps og hlaut gullverðlaun.
Schooling var fagnað sem hetju á flugvellinum við heimkomuna. Honum var ekið um á opnum vagni og flýgur frítt með flugfélaginu Air Asia alla ævi. Þá fékk hann peningaverðlaun sem samsvara rúmlega 84 og hálfri milljón íslenskra króna.
Xiu á von á verðlaunafé sem samsvarar rúmlega 18 milljónum íslenskra króna.
Margir hafa hvatt ráðamann til að gera verðlaunahöfunum jafn hátt undir höfði.