Auglýsing

Rússneskir hakkarar hóta að birta læknaskýrslur um fleira íþróttafólk

Rússneskir hakkarar brutust inn í gagnabanka Alþjóðlegalyfjaeftirlitsins og náðu í trúnaðarskjöl þar sem fjallað er um heilsu bandarískra ólympíufara. Þeir deildu skjölunum og gerðu þannig upplýsingar um íþróttamenn líkt og fimleikastjörnuna Simone Biles og tennissysturnar Serenu og Venus Williams aðgengilegar.

Hópur sem kallar sig „Fancy Bears“ hefur lýst sig ábyrgan fyrir árásinni á gagnagrunninn. Hann hélt því meðal annars fram að Biles, sem stóð sig gríðarlega vel á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst, tæki ólögleg lyf. Hópurinn hefur hótað því að birta upplýsingar um lið fleiri þjóða.

Rússnesku frjálsíþróttafólki var bannað að keppa í Ríó í sumar vegna meintrar skipulagðrar lyfjamisnotkunar þar í landi. Í frétt BBC segir að talið sé að árásin á gagnagrunninn sé möguleg hefndaraðgerð vegna skýrslu um rússneska íþróttafólkið og meintu lyfjamisnotkunina.

Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, Dmitry Peskov, sagði að árásin væri hvorki á vegum forsetaembættisins eða leyniþjónustunnar.

Biles brást fljótt við ásökunum og greindi frá því á Twitter að hún væri með ADHD, eða athyglisbrest með ofvirkni og hefði tekið lyf við taugasjúkdómnum frá barnsaldri. Hún tekur lyfið rítalín sem er venjulega bannað í íþróttakeppnum. Þar sem Biles hefur verið greind með sjúkdóminn má hún taka lyfið samhliða keppni .

Hún sagðist hvorki skammast sín fyrir að vera með ADHD eða taka við við sjúkdómnum

Bandaríska fimleikasambandið segir á Twitter að Biles hafi fylgt öllum reglum

https://twitter.com/USAGym/status/775764376485638144

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing