Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri , er sagður í viðræðum við Harvey Weinstein, einn valdamesta framleiðanda Hollywood, um að leikstýra Robert DeNiro í kvikmynd um páfa og mannrán.
RÚV fjallar um málið en greint var frá því í Hollywood Reporter sem er yfirleitt með puttana á púlsinum.Aðeins einn hængur er á verkinu – Steven Spielberg, einn farsælasti leikstjóri kvikmyndaborgarinnar, er einnig að undirbúa kvikmynd um sama páfa og sama mannrán.
Þar kemur fram að myndin, sem báðir hafa áhuga á að gera sé byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá því þegar sex ára ítölskum gyðingadreng var rænt frá fjölskyldu sinni og hann alinn upp sem kaþólikki – málið olli miklum deilum milli Vatíkansins og lýðræðissinna á Ítalíu.