Snorri Björnsson sló enn einu sinni í gegn á Snapchat í vikunni þegar hann skellti saman rosalegustu Snapchat-sögu Íslandssögunnar. Hann fékk að vísu hjálp því Tjarnargatan sá um hugmyndavinnu og framleiðslu en niðurstaðan var alveg mögnuð.
Nútíminn fjallaði um söguna og birti hana hér. Það eru flestir búnir að horfa á hana en ef þú ert ekki búinn að því ættirðu að gera það í snatri. Snorri og Tjarnargatan unnu söguna fyrir Aukakrónur til að vekja athygli á þeim fjölda staða sem taka við Aukakrónum.
Sjá einnig: Snorri Björns tók Snapchat upp í nýjar hæðir, sjáðu rosalegustu Snapchat-sögu Íslandssögunnar
Og nú bjóða Aukakrónur okkur að skyggnast á bakvið tjöldin í þessari svakalegu Snapchat sögu til að sjá hversu mikil vinna fer í að skella saman svona meistarastykki.