Auglýsing

29 slasaðir eftir að sprengja sprakk í Chelsea-hverfinu á Manhattan

Sprenging varð á 23. Stræti í Chelsea-hverfinu á Manhattan í New York í nótt. 29 manns eru slasaðir en enginn alvarlega. Tilkynning barst um háværa sprengingu klukkan níu í kvöld að staðartíma, eða um klukkan eitt að íslenskum tíma.

Borgarstjóri borgarinnar, Bill Blasio, segir að við fyrstu sýn virðist vera að sprengjunni hafi verið ætlað að særa fólk.

Eins og staðan er núna þykir ekki ástæða til að ætla að um hryðjuverk hafi veri að ræða. Blasio staðfesti við fjölmiðla fyrir skömmu að enginn þeirra sem slasaðist í sprengingunni væri í lífshættu.

Röskun hefur orðið á samgöngum í borginni í kvöld.

Landsstjóri New York, Andrew Coumo, sendi frá sér yfirlýsingu eftir sprenginuna. Þar segir að verið sé að rannsaka sprenginguna, vel sé fylgst með aðstæðum eru eru íbúar borgarinnar hvattir til að halda ró sinni.

Talið er að sprengjan hafi verið í ruslagámi

Lögreglan í New York sendi frá sér tilkynningu á Twitter um kl. 3 að íslenskum tíma þar sem kom fram að mögulega væri búið að finna aðra sprengju á 27. stræti.

Er fólk hvatt til þess að forðast svæðið

Lögregla hefur aukið eftirlit í borginni í kjölfari sprengingarinnar fyrr í nótt.

Vitni sagði í samtali við CNN að hann hafi verið að fá sér kvöldmat þegar sprengingarinnar varð vart á svæðinu. „Ég heyrði háa sprengingu og það var eins og eldingu hefði slegið niður í húsið,“ segir vitnið.

Allir hlupu út af veitingastaðnum og út á götu. Öll borgin var úti á götu.

Vitnið  segist þekkja hverfið vel og gengi um götuna á hverjum degi. „Þetta er ekki staður sem er eftirsóttur af ferðamönnum. Þetta er bara í miðri borginni. Þetta hræðir mig.“

Fyrr í dag var hlaupamóti í góðgerðaskyni í New Jersey frestað vegna rörasprengju. Engin slys urðu á fólki þar. Búið var að koma fyrir fjórum tímasprengjum en aðeins ein þeirra sprakk.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing