Auglýsing

13 hlutir sem eru svo jákvæðir við haustið að þú þarft ekki að örvænta

Eftir fyrstu haustlægðina fer fólk að horfa til sumarsins sem var að líða með fortíðarþrá. En ekki örvænta, Nútíminn horfir fram á veginn og ákvað að taka saman lista yfir hluti sem fylgja haustinu og eru tilhlökkunarefni.

Byrjum á þessu.

1. Það kemur rútína á lífið

Rútína, það er klárlega eitthvað sem margir tengja við — að koma rútínu á líf sitt aftur. Meiri regla á svefn, rækt eða eitthvað annað er rútína klárlega eitthvað sem má hlakka til.

2. Það er gott að slaka á heima

Hver er ekki orðinn spenntur fyrir því að geta haft afsökun til að hanga inni alla helgina og fá ekki samviskubit yfir því að það séu 16 gráður og fjórir metrar á sekúndu úti?

3. Kósí peysur eru kósí peysur

Allar hlýju peysunar bíða eftir því að fá að komast út úr skápnum. Hver elskar ekki að fara stóru hlýju peysuna sína? Rúllúkraga, flís, bómull, skiptir ekki máli. Allt frábært!

4. Mmmm… Kertaljós

kertaljos

Það er ekki hægt að kveikja á kertum á sumrin, það er bara skrítið, það er sól allan daginn. Þegar haustið er komið er fullgild ástæða til þess að kveikja á kertum. Og ekki skemmir fyrir ef þau er með góðum haustilm.

5. Mmmm… Heitir drykkir

kako

Það er eitthvað við það að hlýja sér með heitum kaffi- eða kakóbolla. Heitt kakó er líka á boðstólnum — hver fær sér heitt kakó á sumrin?

6. Fullt af nýjum sjónvarpsþáttum

thaettir

Þættirnir þínir eru að byrja aftur! Á meðan þú situr heima í hlýju peysunni þinni og sötrar á heita kaffi eða kakóbollanum þínum er fátt betra en að horfa á góða þætti.

7. Og svo má grípa í bók

bok

Í staðinn fyrir góðan þátt er alltaf hægt að grípa í góða bók, kaffibolla, og njóta hennar á meðan veðrið úti versnar.

8. Íþróttadeildirnar eru farnar af stað og við elskum það

ithrottir-ad-byrja

Fullt af bæði íslenskum og erlendum íþróttadeildum eru komar af stað eða á leiðinni!

9. Hinn umtalaði FIFA 17 er að koma út

Ekki má síðan gleyma tölvuleiknum FIFA 17. Það bíða margir spenntir eftir honum.

10. Haustlitirnir eru svo fallegir

haust-litir

Þegar sólin lætur sjá sig og litir haustins koma í ljós er ekki margt sem toppar það.

11. Fullt af ávöxtum og grænmeti er best á þessum tíma árs

epli

Þetta er tímabil fyrir marga ávextir og grænmeti. Þetta er tíminn til þess að fara að kaupa sér fullt af eplum, beint út í búð með þig! Ef þú ert ekki mikil epla manneksja eru brokkolí, döðlur, hvítlaukur, engifer, vínber, sveppir og ananas best.

12. Nýjar fatalínur!

tiska

Fyrir þá sem hafa áhuga á fötum og tísku þá er hægt að bíða spenntur með kakóbollann sinn og bíða eftir að haust- og vetrarlínurnar koma.

13. Og það styttist í jólin

jolin

Fyrir ykkur jólabörnin þá eru 92 dagar til jóla!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing