Tyrkneska fyrirtækið Antimon hefur hannað sérstakan Transformer-bíl. Bíllinn er kallaður Letrons en tólf verkfræðingar komu að hönnun hans. Sjáðu stórkostlegt myndband af bílnum hér fyrir neðan.
Hönnun bílsins sækir innblástur í japanska listformið origami. Enn sem komið er ekki hægt að nota bílinn úti í umferðinni þar sem honum er stýrt með fjarstýringu.
Sama fjarstýring er notuð til að breyta bílnum í Transformer-vélmenni. Vélmennið getur ekki gengið en hann getur hreyft hendurnar og talað. Verkefnið er enn í gangi og markmið fyrirtækisins er að hanna fullvirkan Transformer-bíl sem hægt verður að keyra í umferð og breyta í vélmenni.
Samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Mirror er hægt að kaupa bílinn ef ástæður fyrir kaupum standast kröfur fyrirtækisins.