Lögreglan í Los Angeles er ekki að rannsaka ofbeldi sem leikarinn Brad Pitt á að hafa beitt börn sín og Angelinu Jolie. Þetta kemur fram á vef tímaritsins The Hollywood Reporter.
Haft er eftir Barry Montgomery yfirlögregluþjóni að lögreglunni í Los Angeles hafi ekki borist ásakanir um ofbeldi Pitt. „Við erum ekki að rannsaka neitt mál sem tengist Brad Pitt,“ sagði hann í samtali við Hollywood Reporter.
Haft var samband við barnaverndaryfirvöld í Los Angeles en þau gátu hvorki staðfest né hafnað því að Pitt sé til rannsóknar.
Nútíminn og fjölmiðlar um allan heim greindu frá því í gær að lögreglan í Los Angeles rannsaki nú andlegt og líkamlegt ofbeldi sem leikarinn Brad Pitt á að hafa beitt börn sín og Angelinu Jolie. Þetta kom fram á vef TMZ.
TMZ greindi frá því að Brad Pitt að hafa misst stjórn á skapi sínu í einkaþotu fjölskyldunnar á dögunum. Daginn eftir á Angelina Jolie að hafa sótt um skilnað.