Auglýsing

Örlög Gretu Salóme „óréttlæti ársins“, hlaut verstu útreiðina í Eurovision í ár

Það að Greta Salóme hafi hafnað í fjórtánda sæti í fyrri undanúrslitariðli Eurovision í ár og því ekki komist í lokakeppnina er „óréttlæti ársins“ að mati lesenda Wiwibloggs.

Um er að ræða eina stærstu aðdáendasíðu keppninnar en greint er frá þessu á Facebook-síðu FÁSES, Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Lesendurnir eru sammála um Greta Salóme hafi hlotið verstu útreiðina í keppninni í ár.

Rúmlega fjögur þúsund manns greiddu atkvæði.

Hér má sjá listann:

1. Ísland  Greta Salóme: 1.068 atkvæði, eða 26,49% atkvæða.
2. Tékkland  Gabriela Guncikova: 819 atkvæði, eða 20,31% atkvæða.
3. Rússland   Sergey Lazarev: 715 atkvæði, eða 17,73% atkvæða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing