Hrekkjalómur hefur birt myndband á Youtube þar sem hann borgar gat á iPhone 7 til að koma fyrir jack-tengi, sem er ekki að finna á nýja símanum. Búið er að horfa á myndbandið 13 milljón sinnum og einhvejir hafa látið glepjast og borað gat á nýju símana sína.
Fjallað er um málið á vef dagblaðsins The London Evening Standard. Þar kemur fram að myndbandið sé frá úkrínska hrekkjalóminum Taras Maksimuk, sem kallar sig TechRax.
Undir myndbandinu má sjá athugasemdir frá reiðu fólki sem virðist hafa prófað aðferð hrekkjalómsins. Hvort sem reiðin er raunveruleg eða ekki, á er myndbandið skemmtilegt.