Auglýsing

Sex hlutir sem hægt er að gera þó að veskið sé orðið tómt

September er alveg að verða búinn. Veskið er því líklega orðið heldur tómlegt hjá sumum en það þýðir þó ekki að það þurfi að sitja með hendur í skauti og stara út í loftið.

Nútíminn tók saman lista yfir sex hluti sem hægt er að gera án þess að eyða nokkrum eða miklum peningi.

Einnig er hægt að grípa til listans þegar verið er að læra fyrir próf eða vinna mjög óspennandi verkefni í skólanum. Því eins og við vitum þá er það rétti tíminn til að gera allt annað en það, óháð mikilvægi þess.

1. Blandaðu geði við dýrin í garðinum

Byrjaðu á því að gefa þeim nöfn og vertu síðan dugleg/ur að spjalla við þau. Ekki hika við að setjast hjá þeim, eða fylgjast með þeim úr fjarlægð. Ef einhver á leið hjá, endilega bjóddu honum að vera með.

2. Raðaðu húsgögnunum upp á nýtt

Hér er tilvalið að taka myndir fyrir og eftir til að sýna breytinguna. Það er um að gera að bjóða vini eða vinum í heimsókn og skrifa með þeim handrit að Innlit/Útlit-þætti. Svo leikið þið auðvitað þáttinn. Hér er tilvalið að bjóða nágrönnum, vinum og ættingjum að koma og horfa.

3. Gerðu uppkast að jólabréfi

Fólkið í lífi þínu getur ekki beðið eftir að heyra nýjustu fréttirnar af þér. Aðallega gömlu frænkurnar samt. Það vill vita hvað þú ert að gera í lífinu og hvernig ástarlífið gengur.

4. Fjölgaðu vinunum

Þú ert örugglega ekki búinn að gefa þig á tal við alla í blokkinni eða í götunni. Nýttu tækifærið og heilsaðu nágrannanum sem þú hefur aldrei haft tíma til að vingast við. Ef þetta gengur illa má alltaf finna einhvern til að spjalla við á Facebook eða Tinder.

5. Leggðu þig

Þetta segir sig nokkuð sjálft. Það er alltaf gott að safna kröftum og búa sig undir komandi átök.

6. Fáðu þér göngutúr í kirkjugarði

Þar er yfirleitt ró og kyrrð og nóg af trjám sem skýla fyrir veðri og vindum. Þessa dagana er haustlitadýrðin í hámarki og því tilvalið að njóta hreina loftsins og náttúrunnar. Það er gott að láta hugann reika til þeirra sem lifðu á undan okkur og velta fyrir sér hvað þau hafði fyrir stafni fyrir tugum ára.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing