Auglýsing

Íþróttafréttamenn gagnrýna FH fyrir að bjóða aðeins 365 að vera við undirskrift Heimis

Íþróttafélagið FH bauð aðeins einum fjölmiðli, 365, að vera viðstaddur þegar Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH í fótbolta, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í hádeginu í dag.

Íþróttafréttamenn hafa gagnrýnt vinnubrögðin á Twitter.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, óskar FH-ingum til hamingju á Twitter. Hann segir jafnframt leiðinlegt að boðskortið í undirskriftina hafi bara ratað til 365.

Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður hjá mbl.is og Morgunblaðinu, svarar Elvari og segir: „Vægast sagt léleg vinnubrögð.“

Hörður Jónsson, ritstjóri hjá 433.is, svarar einnig og segir: „Léleg hegðun hjá félagi sem kveðst vera í sérflokki á Íslandi.“

Nútíminn hafði samband við Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, vegna málsins. Brást hann reiður við spurningum blaðamanns um fyrirkomulagið. Sagði hann að allur gangur væri á því hvernig þetta sé haft hjá félaginu.

Stundum bjóði þeir einum fjölmiðli, stundum fleirum. Í þetta skipti hafi 365 verið sá miðill sem hafi sýnt mestan áhuga og hinir fjölmiðlarnir hafi fengið tilkynningu um undirritunina að henni lokinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing