Uppfært kl. 23.03: Þau skiluðu sér!
Hjúkk! Mér er í alvöru létt.
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 28, 2016
—
Norðurljósin sem áttu að vera einstaklega glæsileg í kvöld hafa látið bíða eftir sér. Á Twitter er fólk að missa vonina en Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, biður fólk um að sýna þolinmæði í viðtali á Vísi.
Eins og Nútíminn greindi frá í morgun þá var slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt.
Sjá einnig: Slökkva á götuljósum í Reykjavík vegna norðurljósa, íbúar hvattir til að aka varlega
Sævar Helgi er staddur í Perlunni ásamt um hundrað manns. Hann segir á Vísi að besti tíminn sé á milli klukkan ellefu og eitt. „Þannig að við bíðum bara róleg,“ segir hann og biður fólk um að sýna þolinmæði.
En við sjáum að þau eru aðeins farin að láta meira á sér bera, ekkert mikið en aðeins. Það eina sem maður er hræddur um er að fólk sé ekki nógu þolinmótt. Maður þarf að bíða og vona það besta.
Á Twitter er fólk byrjað að missa vonina og tísta um sár vonbrigði
Sé engin norðurljós en svona 20 dróna ? ?
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 28, 2016
aye fam nenniði að tvíta og instagramma um leið og það koma norðurljós, langar að sjá í kvöld en of lazy til að standa upp og fylgjast með.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) September 28, 2016
Öll ljós slökkt og engin norðurljós. Er þetta ekki týpískt fyrir meirihlutann í borgarstjórn og þessa trúða í ráðhúsinu??!
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 28, 2016
Þið megið endilega holla ef það koma einhver norðurljós. Ég er föst uppí sófa að vinna.
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) September 28, 2016
Pælið í því ef það verða svo engin norðurljós í kvöld. Bara myrkur og vonbrigði. Dáldið eins og Eurovision 1999 all over again.
— María Björk (@baragrin) September 28, 2016
Keypti gos og nammi en so far er þetta aurora boring. #norðurljós
— Hilmar Hilmarsson (@hilmarhil) September 28, 2016
Við vonum það besta!