Í gær, 30. september, var heimildarmynd um Amöndu Knox gerð aðgengileg á Netflix. Heimildarmyndir efnisveitunnar hafa notið töluverðra vinsælda að undanförnu.
Amanda Knox hefur tvisvar verið sakfelld fyrir morðið á breska námsmanninum Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Þá hefur hún einnig verið sýknuð í tvígang.
Hún afplánaði fjögur ár í fangelsi á Ítalíu ásamt þáverandi kærasta sínum sem einnig var talinn sekur um aðild að morðinu.
Know og Kercher leigðu saman lítið hús ásamt tveimur ítölum í Perugia þar sem þær voru í námi. Sú síðarnefnda var skorin á háls og stungin 47 sinnum. Hálfnakið lík hennar fannst í blóðpolli í herbergi hennar.
Saksóknarar í málinu sögðu meðal annars að Knox hefði myrt Kercher í kynlífsleik sem hefði farið úrskeiðis.