Auglýsing

Lars ætlar að horfa á báða landsleikina sem eru framundan: „Ég treysti Heimi 100 prósent“

„Ef þeir gera alltaf allt sem þeir geta, 100%, þá veit ég að þeir geta náð í sex stig. Ég mun krossa fingur og óska þeim hins alls hins besta.“

Þetta segir Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Nútímann.

Liðið mætir Finnum á Laugardalsvelli í kvöld og Tyrkjum á sama velli á sunnudag í undankeppni fyrir HM 2018. Lars segist ætla að fylgjast með báðum leikjunum. Nái hann ekki að sjá þá í beinni útsendingu ætlar hann að horfa á þá síðar.

Lars sá leikinn gegn Úkraínu og segist hann hafa setið og vonað að Ísland myndi vinna. „Ég treysti Heimi 100 prósent þannig að ég hugsaði ekki um hvað ég hefði gert,“ segir hann, aðspurður um hvernig hefði verið að fylgjast með fyrsta landsleiknum eftir að vera ekki við stjórnvölinn lengur.

Síðasti leikurinn sem liðið lék undir hans stjórn var á EM í sumar þegar Ísland mætti Frökkum í átta liða úrslitum á Stade de France í París í Frakklandi.

Eftir það tók Heimir Hallgrímsson, sem áður var aðstoðarþjálfari við hlið Lars, við þjálfun liðsins og hefur liðið leikið einn landsleik undir hans stjórn. Það var þegar liðið mætti Úkraínu í Kænugarði 5. september.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing