Antonio Pelle, yfirmaður ítölsku mafíunnar, var handtekinn á heimili sínu í suðurhluta Ítalíu í gær eftir að hafa verið á flótta í fimm ár.
Hann hafði gert holu, eða rými, í vegg á bak við skáp í eldhúsinu og falið sig þar. Í rýminu var að finna litla dýnu og kodda, klósettpappír og viftu.
Pelle, sem er einnig þekktur undir nafninu „Mamma“, lagði á flótta árið 2011 en hann hafði dvalið á sjúkrahúsi. Hann var á lista yfir tíu hættulegustu strokufanga landsins.
CNN vísar í ítalska fréttamiðilinn ANSA en þar kemur fram að Pelle hafi verið yfirmaður Ndragheta-mafíunnar árið 2014. Ítölsk yfirvöld segja að hópurinn sé tengdur eiturlyfjasmygli í Suður- og Mið Ameríu, Kanada og Bandaríkjunum.
Pelle á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.
Sjáðu þegar Pelle klifrar niður af eldhússkápnum.