Um hvað snýst málið?
Ísland vann Finnland 3-2 í ótrúlegum leik í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli í gær. Sigurmarkið kom þegar mínúta var liðin af uppbótartíma leiksins og mikil umræða hefur skapast um hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki.
Hvað er búið að gerast?
Í fyrsta lagi: Þessi umræða skiptir engu máli. Hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki þá stendur markið og Ísland vann leikinn.
Boltinn var ekki inni samkvæmt þessu myndbandi frá sjónarhorni sem hinn finnski Oskari Karppinen birti á Twitter í morgun.
Vielä kerran Islannin voittomaali. #Huuhkajat pic.twitter.com/7LLhzD3iBP
— Oskari Karppinen (@oskarikarppinen) October 7, 2016
Hvað gerist næst?
Ísland mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 18.45.
Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Rússlandi árið 2018. Fyrir leikinn gegn Tyrkjum er Ísland í öðru sæti I-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki. Króatía er í efsta sæti riðilsins einnig með fjögur stig en hagstæðara markahlutfall.
Liðin sem ná efsta sæti í sínum riðli komast beint í lokakeppni HM. Átta lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna komast í umspil og fjögur þeirra komast í lokakeppni HM.
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.