Auglýsing

Trúboði keypti miða aðra leið til Íslands: „Elskaðu mig eða hataðu mig, en það er erfitt að hunsa mig“

Svissneski prédikarinn Simon Ott, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar afskipti af í gær, er 23 ára gamall. Hann keypti sér miða aðra leið til Íslands til þess að prédika á götum úti.

Þetta kemur fram í myndskeiði Angelu Cummings sem áreitti, ásamt Ott, nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í gær. Á Facebook-síðu hennar kemur fram að hún búi í Reykjavík.

Sjá einnig: Lögregla hafði afskipti af pari sem prédikaði hástöfum, eltu unglinga frá MH niður á Klambratún

Hún er dugleg við að taka upp trúboðið og hefur hún farið víða að undanförnu, meðal annars til Jerúsalem, Brussel, Búkarest, Lúxemborg, Hollands og annarra staða í Evrópu. Cummings heldur úti síðunni PreacherWoman. Þar kemur fram að hún stefni á að ferðast til 23 landa á þessu ári til að boða trú.

„Elskaðu mig eða hataðu mig, en það er erfitt að hunsa mig,“ segir hún meðal annars á síðunni.

Sjálf hefur Cummings stundað götutrúboð um nokkurn tíma og komist í fréttir að undanförnu, meðal annars fyrir að mótmæla ákvörðun verslunarinnar Target að leyfa transfólki að ráða hvort það notar salerni og mátunarklefa fyrir konur eða karla.

Í maí síðastliðnum var fjallað um heimsókn hennar í Target. Hún gekk inn í verslun í Queensbury í New York í Bandaríkjunum og öskraði: „Takið eftir, viðskiptavinir Target! Ég frétti að þið leyfið karlmönnum að fara inn á salerni ungra stúlkna…“

Hún lagði síðar leið sína að menntaskólanum Scotia-Glencille í Scotia í New York. „Þið horfið of mikið á MTV, glæpamannatónlist og þið lifið fyrir djöfulinn. Sum ykkar reykið jafnvel hass,“ öskraði hún á nemendur.

Starfsmaður skólans reyndi að þagga niður í Cumming en hún lét ekki segjast. „Á næsta ári ætlar Obama að leyfa ykkur karlmönnum, ykkur ungu karlmönnum, að nota salerni stúlkna,“ sagði hún við gangandi vegfaranda. „Það er kominn tími til að þið farið yfirgefið skólann og fáið kennslu heima.“

Lögregla kom að lokum á vettvang og yfirgaf Cumming svæðið án mótmæla.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing