Auglýsing

Eigendur Galaxy Note 7 beðnir um að slökkva á símanum, framleiðsla og sala á stöðvuð

Samsung hvetur eigendur Galaxy Note 7 til að slökkva á símum sínum  og hætta að nota þá þangað til að rannsókn á símum af þessari gerð, sem kviknað hefur í að undanförnu, er lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem greint er frá á vef BBC en þar segir einnig að sala og framleiðsla á símtæki hafi verið stöðvuð. Eigendur símanna geta komið og fengið annan síma.

Fyrirtækið innkallaði 2,5 milljónir síma í september eftir að kvartanir bárust um að rafhlöður símanna hefðu sprungið.

Sjá einnig: Endurbætt útgáfa af Galaxy Note 7 sprakk í flugvél

Eigendur símanna fengu nýjan Galaxy Note 7 sem átti ekki að geta sprungið. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að þau voru heldur ekki örugg.

Í frétt BBC kemur fram að maður í Kentucky í Bandaríkjunum hafi vaknað í reykmettuðu svefnherbergi en reykurinn barst frá síma sem hann hafði fengið í staðinn fyrir þann sem hann skilaði inn við innköllunina.

Í tilkynningu frá Samsung segir að öryggi viðskiptavina sé lykilatriði hjá fyrirtækinu og því séu þeir sem selja símann víða um heim beðnir um að hætta sölunni á meðan á rannsókn stendur yfir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing