Auglýsing

Trúðasamfélagið vonsvikið vegna hrekkjalóma í búningum, trúðurinn Andy myndi aldrei hræða

Alvöru trúðar, fólk sem hefur atvinnu af því að klæða sig í búning og skemmta fólki, eru pirraðir og afar vonsviknir vegna hrekkjalóma sem hafa að undanförnu hrætt fólk víða um heim.

Framkvæmdastjóri Heimssamtaka trúða segir í samtali við BBC að æðið hafi valdið trúðasamfélaginu verulegum vonbrgiðum.

Sjá einnig: Fjölmörg útköll vegna hrollvekjandi trúða um helgina, trúðaæðið berst til Englands 

Í lok sumars bárust tilkynningar af hrekkjalómum í Bandaríkjunum sem klæddu sig sem hrollvekjandi trúðar og hræddu börn og fullorðna á götum úti.

Þaðan barst æðið til Kanada og Frakklands og síðustu daga hefur lögregla á Englandi fengið margar tilkynningar vegna ógnvekjandi trúða. Ábendingarnar hafa bæði verið vegna þess að fólk hafi verið að hræða börn og fullorðna eða frá fólki sem segist hafa séð trúða en er í raun að segja ósatt.

Andrew Davis frá Suffolk á Englandi, einnig þekktur sem Andy the Clown og framkvæmdastjóri Heimssamtaka trúða, segir að atvik sem þessi séu algeng í kringum hrekkjavökuna, eða í lok október.

Venjulegur trúður myndi ekki hlaupa upp að einhverjum og hræða hann.

Hann tekur fram að viðskiptin gangi vel, hann sé fullbókaður fram að jólum og virðast hrollvekjandi trúðarnir ekki draga úr vinsældum hans.

Jolly Jingles, trúður í Nottingham, er ekki ánægður með stöðu mála. „Ég hef verið trúður í sextán ár og ég myndi ekki vilja að fara um og hræða fólk,“ segir hann í samtali við BBC. Hann hefur verið beðinn um að mæta á viðburði vegna hrekkjavökunnar og hræða fólk en alltaf neitað því.

Rithöfundurinn Stephen King, sem skapaði verulega hrollvekjandi trúð í skáldsögu sinni It, eða það, er einn þeirra sem finnst fólk gera of mikið úr trúðaæðinu.

Flestir trúðar eru góðir og fá fólk til að hlægja, segir hann

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing